Ný færsla!

Ég vil byrja þessa færslu á því að biðja aðdáendur mína innilega afsökunar á gisnum skrifum. En nú er það bara svo að ég hef æði upptekin verið. Hef verið í afar vandasömu verkefni í skólanum. Við í bekknum mínum vissum sumsé að við yrðum í hópvinnu alla vikuna sem svo átti að enda á sýningu á laugardegi (í gær). Okkur var tjáð að hver og einn hópur myndi vinna með 3 leynigestum. Gefið var í skyn að þessir gestir væru mjög sérstakir og byggju yfir undraverðum hæfileikum. Þar sem þema verkefnisins var „framtíðin“ þá héldu flestir að um væri að ræða hámenntað fólk af einhverri sort. En viti menn, á mánudaginn mættu á svæðið 10 ára krakkar úr breska barnaskólanum sem er við hliðina á skólanum. Fagurlega búin skólabúningum og til í allt. Þau áttu að hjálpa okkur að útbúa sýningu útfrá hinum ýmsu framtíðar-spekúlasjónum. Minn hópur hreppti þrjár geysi vel gefnar ungar stúlkur og varð þetta hið skemmtilegasta verkefni. Sýningin í gær heppnaðist einnig gríðarvel. Sýni myndir af henni von bráðar. Hér er hins vegar mynd sem gefur góða mynd af stemningunni á svæðinu:

DSCN7107

Annars reið ég á vaðið (þar sem ég bý nú í íbúð frábærleikans) og hélt fyrsta bekkjarpartýið í gær! Kellan bara framtakssöm. Bauð ég fólki að mæta kl. 19, og allir komu með kræsingar og góða skapið. Snemma var eigi farið að sofa. Mögulega vöknuðum við talsvert eftir hádegi og snæddum morgunverð með síðustu gestunum.

partyAnnars er héðan allt gott að frétta. Skólinn er að komast á fullt skrið og við unum vel okkar hag, við hjónakornin. Við búum hér reyndar þrjú þessa dagana. Bekkjarfélagi minn er í miklum húsnæðisvandræðum, og sá ég aumur á honum síðasta fimmtudag. Hann hefur verið hér síðan og verður líklega 4-5 nætur í viðbót. Það er bara huggulegt, því hann er vænsta skinn. En greyið þarf reyndar að gista í gluggalausa vinnuherberginu okkar og fara gegnum svefnherbergið okkar til að komast á klósettið. Heimilislegt í meira lagi.

Explore posts in the same categories: Allskyns

7 athugasemdir á “Ný færsla!”

 1. Sigríður Says:

  Ef einhver er að lesa þetta… þætti mér æði gaman ad fá kvittun….
  ….hvati til frekari skrifa…

 2. Andri Ólafsson Says:

  Tel ég?

 3. Sigríður Says:

  Jei! Já! Takk!
  Nú hef ég einn lesanda!

 4. Sólveig Says:

  kvitt

 5. Helga Reynis Says:

  Kvittí kvitt kvitt kvitt..!!!1!!! Búin að lesa hana nokkru sinnum og vænti nýrrar innan viku :P

 6. JKB Says:

  Sosum allt í lagi að kvitta.

 7. adrian Says:

  ooooo legendary!!!!!;)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: