Litríka Lekstraat

Hér á Lekstraat 138, 1079Ex Amsterdam er gott að búa.

Hér höfum við ókeypis líkamsrækt (hringstiginn upp á 5. hæð) og gríðargóða nágranna. Mest og best höfum við að segja af hipp og kúl unga fólkinu á 3. hæð, en þau eru einmitt mjög hipp og já, mjög kúl. Svo er indælis argentínsk kona á 4. hæð, sem hefur boðið mér í te og spænskukennslu.

Óumdeilanlega litríkustu nágrannarnir, sem ég hef orðið vör við hingað til, er þó kústaklippta-gengið á jarðhæð í næsta stigagangi. Mér sýnast þarna tvær konur deila húsnæði með fíngerðum manni. Þau sitja saman við dyrnar löngum stundum og sötra á bleikum drykkjum.Kvensurnar hygg ég næstum óumdeilanlega hneigjast aðallega til kvenna og níunda áratugarins. Maðurinn er í svipuðum pakka, nema hneigist ólíklega til kvenna. Sönnun: Hann hefur sést á vappi kringum ruslatunnurnar í silkislopp.

Ég hef ekki kunnað við að smella myndavélinni framan í þau, svo ég vil hér gefa hugmynd um hvað ræðir:

nagrannar

Explore posts in the same categories: Allskyns

3 athugasemdir á “Litríka Lekstraat”


 1. Gaman að sjá þig blogga aftur Síríuslengjan mín góða. En já, það er gott að eiga góða nágranna og þessir skrautlegu gera lífið bara skemmtilegra. Ég á nágrannakonu sem situr úti, beint á móti íbúðinni minni og starir inn um gluggann minn. Ég hef oft hugsað að ég hef horfi bara beint í augun á henni á móti, þá hætti hún að horfa, en það gerist ekki. Ég er alltaf að bíða eftir að það gerist e-ð fyndið en það gerist aldrei. Kannski er hún bara blind… Ég veit allavega að ég kynni betur við hana ef hún væri í múnderingu svipaðri og þú teiknaðir, ekki í xxxl 66° flíspeysunni og kvartbuxum, sama hvernig viðrar…
  Klesstann!

 2. Þórunn Says:

  Þetta hljómar sem hinir mjög svo áhugaverðu nágrannar. Hlakka til að fá að fylgjast með sögunum af þeim :) Þetta lið á myndinni virkar nú ansi skemmtilegt! Við eigum einmitt nágrannakvensur sem hneigjast aðallega til hvor annarar ;) og eru þær alveg indælustu nágrannar. En því miður er líka eitthvað hipp lið á neðri hæðinni sem spilar Europop og Ace of Base lög á „endurtekningu“ hele tiden. Mun ekki sjá á eftir þeim sem nágrönnum. En annars ættum við kannski bara að njóta fjörsins á meðan á því varir….þar sem við munum eingöngu búa með eldri borgurum á næstunni. (sem ég vona að spili ekki gömlu gufuna á hæðstu stillingu!!!- líklega ekki mikið skárra en Ace of Base kannski ;o)

  Knús…sakna þín agalega mikið :)

 3. Sólveig Says:

  halló halló! Ég toppa ykkur. Ég á nágranna sem á fullt af grenjandi krökkum, heitapott úr fiskikari, heimagert gufubað í litlum ljótum skúr og tjörn með plastöndum og bjórdósum!

  Top that!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: