Amsterdam

Gott fólk til sjávar og sveita!

Nú þykir mér tími til kominn að skrifa eitthvað á þessa ágætu síðu.

Ég fékk innblásturinn áðan, þegar læddist að mér gamalkunnug tilfinning. Tilfinning sem ég fékk ósjaldan þegar ég bjó í Kaupmannahöfn í gamla daga. Þegar eitthvað sérstakt gerist og maður bara verður að deila því með einhverjum, svo maður gleymi því ekki líka sjálfur að slíkir hlutir geti gerst. Þetta þarf ekki að vera merkilegt, eins og dæmi dagsins sýnir:

Mig er lengi búið að langa í ákveðna dagbók, en allar bókabúðir eru búnar með birgðarnar sínar og fá hana ekki aftur  (hún er svona til 18 mánaða… júlí 2009-des 2010). Í dag var/er ég haldin svoddan verkstoli og ákvað að fara í hjólatúr og freista þess að finna bókina í næstu bókabúð hér í hverfinu. Og viti menn! Þarna var hún. Alein, einmana… og grátbað mig um að fara með sig heim. Umbúðirnar á þessu einstaka síðasta eintaki voru meira að segja allar límdar saman, því henni hafði verið skilað fyrr í dag.

Nú þegar leiðir okkar hafa legið saman, er ég ekki frá því að ég barasta hendi mér í verkefni dagsins.

…Eftir kannski einn kaffibolla

bókin góða

Explore posts in the same categories: Allskyns

3 athugasemdir á “Amsterdam”

 1. Þórunn Says:

  Hipp hipp húrra og jibbíkóla!!! Loksins farin að blogga aftur!!
  Og til lukku með þessa glæsilegu dagbók! Þá geturðu farið að skipuleggja og skipuleggja!!
  En hvað er að frétta af Airwaves?!
  Knús frá okkur á Bremens

 2. Helena Says:

  Jeeeeeiiiiiiii!!!! LOksins farin ad blogga!!! hlakka til ad fylgjast med ævintyrum ykkar í Amsterdam!!! :) jei

 3. Rakel Says:

  vá, en fín! evrum vel varið segi ég. og til að gorta mig örlítið þá á ég líka svona fínt. svaka fínt. kveðjur til Adam frá Madrid.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: