Kom að því

Þetta gerði útslagið. 

Síðasta mánuðinn hefur farið fram óopinber keppni um það hverjum tækist að höfða svo sterklega til samvisku minnar, að ég fyndi hjá mér löngun til að blogga aftur. 

Og verðlaunin hlýtur…. Inga! (sjá athugasemd við færsluna hér að neðan).

Og hvað höfum við lært að þessu, börnin góð? Jú, að jákvæð hvatning, með fögrum fyrirheitum en þó „dassi af dissi“, virkar best á undirritaða. Þetta geta þeir sem gjarnan vilja hafa sínu fram við mig tekið sér til fyrirmyndar. 

Dæmi: Ef einhver þráir heitast af öllu að fá mig með sér út að gefa öndunum brauð (sem mér finnst eilítið kjánaleg iðja) og segði: „Æ, þú ert svo agalega góður andabrauðgjafarfélagi, og mig dauðlangar að biðja þig að koma með. En ég veit ekki hvort ég get boðið þér með því þú kastar brauðinu alltaf svo skakkt.“ Þetta myndi afar líklega fá mig með. (Bryndís, ekki taka þetta til þín). 

Annars hafa dagarnir verið ögn stressandi upp á síðkastið og blogg þetta því verið neyðarlega neðarlega á verkefnalistanum mínum. 

Ég er að reyna að vinna sómasamlegt 6. semesters verkefni, sem ég þarf að vera búin með eftir um 3 vikur. Frítíma mínum hef ég svo eytt í að hlakka til að hitta Andra , gefa öndunum brauð og lesa Séð og heyrt á netinu, *hóst*. 

Sjáum hvernig fer.

 

Explore posts in the same categories: Allskyns

2 athugasemdir á “Kom að því”


  1. Jeij! Tók ekki eftir þessu fyrr en núna, og þrátt fyrir arfaslök ritstörf þín síðan þennan 18. maí, þá færðu samt krækju til frekari hvatningar…

  2. Sigríður Van Gogh Says:

    Haha… þakka þér. Á það nú varla skilið. Þetta er svo pínlegt að ég er að spekúlera í að skipta barasta um nafn og póstnúmer. Já, sei sei, já.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: