Portrett dauðans

Kannast einhver við ”raunveruleg/náttúruleg” málverk sem „eiga að líkjast“ einhverjum nákvæmlega, en gera það bara engan veginn?

Ég gleymi aldrei málverki af frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem ég leit augum í Eden einn sumardag í gamla daga. Fátt hef ég séð óhuggulegra en þetta málverk! Þetta var svo sem ósköp venjulegt olíuportrett af frúnni í fullum skrúða, í fullri stærð og miklum smáatriðum. Það sem var svo gasalegt var að þrátt fyrir að þetta átti augljóslega að vera hún var eitthvað við augun, og bara andlitið allt, sem var svo ótrúlega ólíkt henni; vélrænt og tómt. Auk þess hafði listamaðurinn ekki haft fyrir því að ná hlutföllum andlitsins réttum áður en hann tók til við að vekja myndina til lífs með ljósi og skugga. Þessi non-Vigdís hefur ásótt mig æ síðan!

Í stofunni minni uppi í skóla er einmitt plakat af einu svona skemmtilegu málverki, þar sem gefur að líta Harry nokkurn Potter einnig í fullum skrúða. Þetta plakat vekur létta velgju í hvert sinn sem ég sé það. Þetta hefur hangið sem fastast á veggnum í allan vetur. Um daginn sat ég í mesta sakleysi alein uppi í stofu að kvöldlagi, þegar ég heyri eitthvað undarlegt hljóð. Ég leit á Harry og haldiði að hann hafi ekki verið löturhægt að losna frá veggnum. Límið gaf sig smátt og smátt, losnaði að lokum alveg og sendi Harry beint niður á gólf. Þetta fannst mér magnað að fá að vera vitni að; falli portretts dauðans. Niður með asnaleg málverk!

Explore posts in the same categories: Allskyns

4 athugasemdir á “Portrett dauðans”

 1. Helga Says:

  Já ég er alveg sammála, ég skil ekki sumar portrait myndir, fólk sem lætur mála myndir af sér, svo að það öðlist „eilíft“ líf og margar þeirra eru alveg hryllilegar. Man sérstaklega eftir einni upp á hrafnistu, maðurinn var eins og andsetin múmía á myndinni sem honum þótti alveg prýðileg.
  Samgleðst þér með fall Harrys.

 2. JKB Says:

  Það er þú ert ekki að fatta er að þetta eru galdrar, kraftur Harrýs náið loksins í gegn eftir að hann var frystur í plakatið á veggnum og þú varðst vitni að því þegar hann losnaði úr prísundinni.

 3. Sólveig Says:

  En sko allir í Harry Potter heiminum hreyfast í málverkunum. Af hverju gerði hann það ekki ? ER VERIÐ AÐ LJÚGA AÐ MÉR!!!! hef ég lifað í blekkingu?!?!

 4. Bryndís Jónatansdóttir Says:

  Að hluta til sammála.
  Það er þó eitthvað rómantískt við gömlu portrettin frá fyrir tíma myndavélarinnar. Stemningin í gömlu höllunum og á heimilum þar sem portrett af forfeðrunum hanga uppi er, eins og Mastercard segir, priceless.

  En þetta er barn síns tíma.
  Rómantíkerinn segir yfir og út.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: