Hvizz

Já, það voru stór orð sem féllu í færslunni hér á undan. Þau voru heldur ekkert grín, enda er ég mætt til leiks í dag.

Vandamálið er bara að hleðslutækið að tölvunni minni brann yfir um daginn. Ég sat í mesta sakleysi við skjáinn þegar það örlítill sætur blossi birtist og svo stæk fýla. Svo heyrðist „hvizzzz“. Og dagar hleðslutækisins voru taldir. Blessuð sé minning þess.

Ég bara fussaði, sló mér á lær og hugsaði „Jæja, best að fara í hleðslutækjabúðina á morgun og kaupa nýtt“. Það hefur hinst vegar reynst þrautinni þyngra. Þar sem ég er með Powerbook G4, sem er eldri týpa en sú sem seld er í dag, þá fæst hið ágæta hleðslutæki sko ekki allstaðar. Í ofanálag komst ég að því að það kostar u.þ.b. 1/10 af nýrri tölvu.

Því auglýsi ég hér með, er einhver sem safnar hleðslutækjum sem kúrir á einu svona litlu sætu hvítu? Jaaa?

Explore posts in the same categories: Allskyns

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: