Sigurdór Ása

Það er ekki tekið út með sældinni að heita Sigríður Ása Júlíusdóttir. Sérstaklega ekki þegar maður þarf á degi hverjum að hafa samskipti við fólk sem er algerlega óhæft til að bera nafnið fram. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta fólk þjáist af einhverskonar háls- nef- og eyrnavanþroska. Á degi hverjum verður aumingja nafnið mitt fyrir hinum grimmilegustu skrumskælingum sunnan Færeyja.

Í Danmörku heiti ég nefnilega ekki Sigríður, nei ó nei. Hér heiti ég nefnilega ,,Síggúrdúúúarrrgh“. Er að hugsa um að breyta nafninu mínu í Sigurdór. Það myndi einfalda líf mitt umtalsvert.

Ég er í ansi skemmtilegri hópvinnu þessa dagana, í hópnum ,,Team Smiley“ (löng saga). Þar ákvað kennarinn einmitt að nafn mitt væri Sigurdór, og er það vel:

 

 

Annars hafa málin þróast í veggjarviðgerðum hér á ÖsterVold. Ég ætla þó að láta nægja að sinni að sýna 2. stig þróunarinnar, svona til að viðhalda hinni óbærilega geysimiklu spennu sem þessum veggframkvæmdum fylgir fyrir lesendur mína:

 

 
Explore posts in the same categories: Allskyns

2 athugasemdir á “Sigurdór Ása”

  1. JKB Says:

    Það er urið í endanum sem ruglar málið. Ef þú segðist heita Sigrid, sem væri náttúrulega hræðileg afbökun, myndu danagareyin skilja þetta, kannski.

    Það er sumsé ekki nafnið sem er vandamálið og ekki heldur danirnir, heldur urið eða endingin ur. Sbr. norðmaðurinn sem Reynir sagði frá og sagðist kunna íslensku, hann sagði að maður ætti bara að setja ur aftan á öll orð, þá væri það íslenska. Því kynnti hann sig á íslandi á eftirfarandi hátt: „Hei, jeg heter Perur“ og svo geta men giskað á hvað hann hét í raun og veru.


  2. Elsku greyið Sigdór minn ;) Hvernig væri nú bara að taka upp á því að láta kalla þig hinni yndislega fallegu styttingu, Sirrý. Eða kæmi það kannski alveg eins fáranlega út?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: