Geisp!

Skólanum mínum er illa við okkur nemendur. Því eyddi ég stórum hluta jólafrísins í verkefnavinnu og ritgerðarskrif.  (1 stk verkefni og 2 stk 10 bls ritgerðir). Ég hafði ákveðið að vera örlítið lengur heima þar sem ég gat skrifað á Íslandi í staðinn fyrir í Danmörku. En Ísland var of frábært  til að eyða tímanum þar í lærdóm, og því var meirihluti herlegheitanna skrifaður daginn sem ég kom til Danmerkur og alla þá nóttina.
Síðan mætti ég í skólann á mánudagsmorgni, eftir u.þ.b. 34 tíma vöku, til þess að skila bæði annarmöppunni, með öllum verkefnunum mínum og annarri ritgerðinni, og svo teoriritgerðinni. Og já, heilsa upp á skólafélaga mína upp á mitt allra besta: í sérdeilis ósamstæðum og sveittum fötum, með stjörf augu, titrandi útlimi og kaffimettaðan maga. Svo fór ég heim að sofa. Ég svaf og svaf og svaf.
Síðan er liðin tæp vika og ég er ennþá hálfsofandi.
Ég hef verið í fríi og það er sko eitthvað sem ég kann bara alls ekki. Venjulega þegar ég er í fríi hef ég fundið upp á þúsundmilljóngrilljón verkefnum og hef haldið mér upptekinni. Núna ákvað ég að vera í „almennilegu“ fríi sem snerist um að slaka á, þar sem ég gerði minna af því um jólin en ég hefði viljað. Það hefur nú í nokkra daga gengið þannig fyrir sig að ég hef vaknað allseint, klætt mig og borðað, sest niður við eitthvað huggulegt, ss. bóklestur og hlustað á tónlist, og svo bara hreinlega sofnað aftur. Þegar ég svo hef rankað við mér hefur myrkrið verið skollið á og ég fengið ægilegt samviskubit yfir því að hafa ekki gert neitt af viti allan daginn.
Mér hentar klárlega ekki að vera í fríi. Held ég geri það bara aldrei aftur.

Explore posts in the same categories: Allskyns

3 athugasemdir á “Geisp!”

  1. Hákon Says:

    Ég er nú ekki sammála þér að vera í fríi þýði að maður þurfi að sofa allan daginn og gera ekki neitt. Mér finnst það frekar snúast um andlega hvíld, að geta kúplað sig aðeins út. Ég meina þú gætir notað fríið til að fara í langa gönguferð í óbyggðum og komið heim endurnærðari en eftir viku svefn :)

  2. Sigríðurin sjálf Says:

    Mikið er ég hjartanlega sammála þér! Þetta frí æxlaðist bara óvart svona sökum þreytu og gríðarlegra asnalegheita. Leiðrétting: Mér hentar ekki að vera í SVONA fríi. =)


  3. Æji það er líka gott að fríska upp á sig með því að endurnæra kroppinn með með góðum og löngum svefni :) Og þó að þú hafir ekkert gert allan daginn þá er það bara allt í lagi einstaka sinnum. Sérstaklega þar sem að þú ert búin að vera svo hryllilega dugleg hina dagana. Þá er það bara að fara út í göngu í myrkinu, fá sér einn öl, stara á skrýtið fólk og fara svo aftur heim að sofa og dreyma e-ð alveg stórfurðulegt eins og virðist vera voðalega inn þessa dagana, allavega hjá mér…
    Knúsí í krús :* *rútínan*


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: