Plabbs!

Það var orðið kalt og ég lagði seint af stað. Ég hafði haldið möguleikanum um að hjóla alla leið opnum, var að vonast til að ná því. Ég hafði ekki haft meiri trú á stundvísi minni en svo að ég var búin að hrista sparigrísinn og finna til 40 kroner fyrir metróinn, allnokkru áður en ég í raun og veru varð sein. Með gullpeningana góðu í brjóstvasanum á loðfóðruðu bóndaúlpunni hlýju hjólaði ég galvösk í átt að metró, sem átti að flytja mig í fisk og tebolla til Þórunnar á Amager. Meðferðis var líka koddinn sem Þórun lánaði mér, í plastpoka.

Á leiðinni eru tvö stór gatnamót með umferðarljósum. Á þesslags gatnamótum er óþarfi að stoppa alveg á rauðu ljósi, heldur hægir maður meira og meira á sér þar til hjólið er næstum stopp. Þá er sniðugt að taka stórar beygjur til beggja hliða, til að halda jafnvæginu. Þetta gerði ég. Ekki hafði ég reiknað með blessuðu slabbinu á götunni þetta kvöldið. Í einni glæstri risa-hægribeygjunni rann ég því til og féll löturhægt til jarðar. Plabbs! Ofan í myndarlegan drullupoll. Bóndaúlpan rennblaut húfan af hausnum, sokkabuxurnar gegnblautar og gegnsæjar. Koddinn drullupolls-marineraður. Ég spratt upp undir eins af ólýsanlegri yfirvegun, setti á mig hettuna og brunaði stax af stað beint af augum. Húfan varð eftir. Ég mun aldrei komast að því hvor einhver hafi orðið vitni að aðförum þessum.

Boðskapurinn er því sá að það borgar sig að stoppa bara á rauðu ljósi. Lof sé guði fyrir gerðarlegar bóndaúlpur með góðri hettu.

Explore posts in the same categories: Allskyns

2 athugasemdir á “Plabbs!”

  1. Sólveig Says:

    ahahahahahah! ég hló rosa mikið.
    hlakka til að fá aulabrandara beint í æð þegar þú kemur heim! :) Mér leiðist á kvöldin þegar ég get ekki sofnað. mig langar í galsa….

  2. Laddi Says:

    Þið megið hafa galsa… EFTIR að við erum farin út aftur! Ekki hægt að sofna fyrir flissinu í ykkur ;)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: