Miðnes

Einn örlagaríkan sumardag er ég var lítil stúlka, breyttist líf mitt á einu andartaki.
Ég lék mér löngum á þverslánni á skólaleikvellinum og þótti leikin við snúningana. Þennan sumardag hafði ég safnað kringum mig allstórum aðdáendahópi. Ég var full eldmóðs og alls óhrædd, þó ég snerist um slána í umtalsverðri hæð frá jörðu.
Þá gerðist það. Skyndilega missti ég takið á slánni og féll með nefið beint á mölina.
Þegar ég stóð upp fann ég að eitthvað hafði breyst. Nefið á mér var eitthvað svo undarlegt. Svo skakkt, en þó ekki. Miðnesið (brjóskið milli nasanna) hafði beyglast allgasalega til vinstri.
Uppfrá þessum sumardegi var vinstri nösin umtalsvert minni en sú hægri. Ég fann það í hvert sinn sem ég dró andann. Það sást kannski ekki á mér, en innst inni vissi ég að ég var öðruvísi en aðrir. Ég var með skakkt nef.

Í kvöld rak ég nefið harkalega í klósetthurðarkarminn. Augun fylltust sársaukaglitrum, ég reisti mig við og fann undir eins að eitthvað var breytt. Miðnesið var orðið beint.
Loksins getur líf mitt orðið eðlilegt.

Explore posts in the same categories: Allskyns

7 athugasemdir á “Miðnes”

 1. sóley Says:

  hahahaha :D þetta er ekkert smá fyndin saga. þú ert snilldarörsöguhöfundur… vel gert. og fegin að heyra að miðnesið er komið á réttan stað.

 2. Sólveig Says:

  eins gott að þú varst ekki með hor á þessari mynd!

 3. Sigríður Says:

  Hehe, thankyouthankyou.

  Ég var reyndar með hlussu horklump niður á efrivör á þessarri mynd, en undraveröld photoshop kom þar til bjargar.

  Eða..hoho..

 4. Bryndís Says:

  Haha, sæta mín, frábær saga, ég hélt fyrst að sagan væri um eitthvað „úti á landi“.
  Svona er ég veraldarvön;)

 5. Helga frænka Says:

  Þessi saga verður lesin fyrir mig á hverju kvöldi fyrir svefninn, ertu búin að gefa hana út í harðri kápu? Hún þarf að sjálfsögðu að vera fallega myndskreytt;) En til hamingju með að hafa rétt á þér nefið án þess að leggjast undir hnífinn…Spurning að slaka á í rauðvíninu, hurðakarmurinn?!? Annaðhvort varstu búin að sötra það vel eða lá allsvakalega á að losa blöðruna eða já jafnvel analis canalis :P
  P.s. ég er orðin hálfgeðveik af kaffidrykkju ;) Hringi í þig í næstu viku og væli :* Lov jús my darling *kossarútínanokkar*

 6. GAA Says:

  Elskan mín, til hamingju að vera komin á beinu brautina – með miðsnesið altså. Svona geta nú lítil slys orðið til góðs!
  Hafðu það óóóggggiiiiissssllllaaa gott. Þín gamla geit á bryggju.

 7. Finnur Says:

  Þetta er hættuleg mynd að taka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: