Uppskriftabók Hamrahlíðarkórsins!

Já, hér gefur að líta hina einu sönnu, nýútkomnu, auðlesnu, skemmtilegu, vel hönnuðu, fjölbreyttu og frábæru uppskriftabók Hamrahlíðarkórsins!

Eins og kunnugir vita er ég á leið til Kína, ásamt kórnum góða, í rúmlega tveggja vikna tónleikaferð. Slík ferð er víst ekki gefins og vinnur kórinn nú hörðum höndum að fjáröflun. Þar sem ég þurfti að flýja land til þess að mæta í skólann, hafði ég ekki mikinn tíma til þess að selja bókina góðu til velviljandi vina og vandamanna.

Því vil ég hér vekja athygli þína, lesandi góður, á þessum gæðagrip.

Bókin, sem inniheldur 54 uppskriftir ásamt ýmsum fróðleik og skemmtiefni, kostar litlar 2000 kr. Að sjálfsögðu mun gripurinn verða afhentur kaupanda með einkar lipurri heimsendingarþjónustu.

Ef áhugi er fyrir því að styrkja gott málefni, þá endilega skiljið eftir athugasemd hér að neðan eða sendið mér póst á sigridasa@gmail.com

Með Kínakveðju,

Sigríður Ása

 

Explore posts in the same categories: Allskyns

4 athugasemdir á “Uppskriftabók Hamrahlíðarkórsins!”

 1. Sigríður Says:

  Þetta tilboð er bara of gott til að láta það framhjá sér fara, fólk! Koma svo =)

 2. tinna Says:

  hej söde!
  mér líst rosa vel á gripinn.. en mér líst betur á þig! ég er í köben, getum við hist.. ég er með íslenska númerið mitt, veit ekki hvort þú fékkst smsið sem ég sendi þér í gær eða fyrradag! Endilega hafðu samaband við mig :) knús í kaf! xx

 3. Sólveig Says:

  ætlarðu að fara að líkjast mági þínum varðandi bloggskrif?

  læk tótallý not kúl!


 4. Jæja kelling, fæ hana móður mína til að rassskella þig um helgina ef þú setur ekki inn pistil ;) og já ég er að hóta þér :P :*


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s


%d bloggurum líkar þetta: